Evrópumálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. febrúar 2014 14:12 Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun