Sérhagsmunamatið Ólafur Stephensen skrifar 27. febrúar 2014 07:58 Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun