Eru kröfur framhaldsskólakennara ósanngjarnar? Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2014 16:33 Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun