Íslenski boltinn

Svona verður fótboltasumarið - KSÍ hefur staðfest niðurröðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur nú staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ fyrir knattspyrnusumarið 2014 en nú styttist óðum í að fótboltinn fari að rúlla á gras- og gervigrasvöllum landsins.

Inn á heimasíðu KSÍ má nú finna leikjadagskránna fyrir Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla og 3. deild karla.

Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 4. maí en þann dag fara fram fimm af sex leikjum fyrstu umferðarinnar, tveir leikir klukkan 16.00 og þrír klukkan 19.15.

Fyrstu leikir mótsins verða slagur Keflavíkur og Þórs á Nettóvellinum í Keflavík og leikur Fram og ÍBV á Laugardalsvellinum en þessir leikir hefjast báðir klukkan 16.00.

Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí en 1. deild karla fer af stað föstudaginn 9. maí.

Meistarakeppni KSÍ fer fram áður en mótið hefst. KR og Fram mætast í Meistarakeppni karla á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 28. apríl en hjá konunum mætast Stjarnan og Breiðablik á Samsung vellinum í Garðabæ föstudaginn 2. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×