Katrín Jakobsdóttir nýtur mestrar virðingar formanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:45 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér: Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér:
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira