Dögun og velferðarvinir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 5. maí 2014 10:28 Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun