Dögun og velferðarvinir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 5. maí 2014 10:28 Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun