Af hverju ættir þú að kjósa Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir og Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 31. maí 2014 14:18 Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun