Ég er Pírati út af skólamálum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 30. maí 2014 14:00 Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar