Fótbolti

Arftaki Filipe Luis kominn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Filipe Luis í baráttunni við Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.
Filipe Luis í baráttunni við Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum. Vísir/Getty
Atletico Madrid gekk í gærkvöldi frá kaupunum á vinstri bakverðinum Guilherme Siqueira frá Granada. Núverandi vinstri bakvörður liðsins, Filipe Luis, hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarnar vikur.

Talið er að Atletico hafi greitt Granada rúmlega átta milljónir punda fyrir þjónustu Siqueira. Fyrir vikið ætti möguleikinn á félagsskiptum Filipe að aukast en leikmennirnir spila sömu stöðu á vellinum.

Chelsea er á höttunum eftir nýjum vinstri bakverði í stað Ashley Cole og hefur nafn Filipe ítrekað komið upp. Cesar Azpilicueta sýndi góðar frammistöður í vinstri bakvarðastöðunni á síðasta tímabili en er hægri bakvörður að upplagi.

Kaupin á Filipe gætu orðið þau fyrstu af þremur milli Chelsea og Atletico Madrid. Chelsea hefur verið orðað við Filipe, Diego Costa og Tiago undanfarnar vikur. Aðeins tímaspursmál er hvenær tilkynning um félagsskipti Costa kemur á næstu dögum en hann hefur nú þegar gengist undir læknisskoðun hjá Chelsea.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×