Stöðvum ofbeldið-vangaveltur frá Vesturbakkanum Silja Pálmadóttir skrifar 14. júlí 2014 10:20 Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun