Fótbolti

Xavi næsti fyrirliði Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xavi mun bera fyrirliðaband Barcelona á næstu leiktíð.
Xavi mun bera fyrirliðaband Barcelona á næstu leiktíð. Vísir/Getty
Xavi hefur verið útnefndur fyrirliði Barcelona í stað Carles Puyol sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Þetta var niðurstaða kosninga meðal leikmanna aðalliðs Barcelona á þriðjudaginn.

Andrés Iniesta verður fyrsti varafyrirliði, Lionel Messi annar og Sergio Busquets þriðji.

Xavi er ekki óvanur því að bera fyrirliðaband Barcelona, en hann hefur verið varafyrirliði síðustu sex tímabil.

Xavi, sem tilkynnti nýverið að hann væri hættur með spænska landsliðinu, verður áfram í herbúðum í Barcelona, en ýmsar vangaveltur voru um hvort hann myndi segja skilið við Katalóníuliðið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×