Íslenski boltinn

Aníta komst í undanúrslit

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir kom fimmta í mark í fyrsta riðli í undanrásum í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Zürich í Sviss í dag. Hún hljóp á 2:02,12 mínútum.

Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,71 mínútu og var enn fyrst eftir 700 metra. Á endasprettinum tóku svo fjórar konur fram úr Íslandsmethafanum og hafnaði hún því í fimmta sæti.

Þrjár fyrstu komust beint í undanúrslitin, en þegar öllum riðlunum er lokið bætast fjórar konur við með bestu tímana af þeim sem höfnuðu ekki á meðal þriggja efstu í sínum riðlum.

Tíminn hjá Anítu er sá besti í ár hjá henni, en nú er bara að vona að hinir riðlarnir verði ekki of hraðir þannig hún komist áfram á einum af fjóru bestu tímunum.

Uppfært 10.54: Aníta komst í undanúrslitin á þriðja besta tímanum af þeim sem ekki náðu einum af þremur fyrstu sætunum í sínum riðli. Hún var með þriðja besta tímann af þessum fjórum, en tíunda besta tímann af öllum. Undanúrslitin fara fram á morgun.


Tengdar fréttir

Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum

Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit.

Hafdís komst ekki í úrslitin í Zürich

Hafdísi Sigurðardóttur tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum í langstökki kvenna í Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Zürich þessa dagana.

Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð

Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×