Körfubolti

EM haldið í Frakklandi, Þýskalandi, Króatíu og Lettlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn íslenska landsliðsins.
Leikmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Anton
Rétt í þessu kom staðfesting á því að EM í körfuknattleik, Eurobasket, verður haldið í Frakklandi, Þýskalandi, Króatíu og Lettlandi næsta sumar. Úrslitin fara síðan fram í Lille í Frakklandi.

Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót í körfubolta á dögunum eftir tvo frækna sigra á Bretlandi en óvissa var hvar mótið yrði haldið.

Átti það upphaflega að vera haldið í Úkraínu en tekin var ákvörðun í ljósi ástandsins í landinu að færa skyldi mótið.

Engin þessara þjóða bauðst til þess að halda mótið eitt og sér og var þetta loka niðurstaðan sem tekin var í Madríd í dag. Óvíst er hvar Ísland mun keppa sína leiki.


Tengdar fréttir

Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015

Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts.

Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna

Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn

Utan vallar: Takk, Óli Rafns

Karlalandsliðið í körfubolta braut blað í íslenskri íþróttasögu á miðvikudagskvöldið þegar það komst á EM. Fyrrverandi forseti ÍSÍ á ekki lítinn þátt í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×