Enski boltinn

Fyrsti leikmaðurinn sem Moyes fékk farinn til Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varela í leik með unglingaliði Manchester United.
Varela í leik með unglingaliði Manchester United. Vísir/Getty
Evrópumeistarar Real Madrid hafa fengið úrúgvæska hægri bakvörðinn Guillermo Varela á láni frá Manchester United.

Lánssamningurinn gildir til loka leiktíðarinnar, en Varela mun spila með Castilla, varaliði Real Madrid, sem Zinedine Zidane stjórnar.

Varela, sem er 21 árs, var fyrsti leikmaðurinn sem David Moyes fékk til Manchester United, en hann kom frá Peñarol í heimalandinu. Talið er að kaupverðið hafi verið tæpar þrjár milljónir evra. Varela hefur ekki enn leikið fyrir aðallið Manchester United.

Varela hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Úrúgvæ, en hann var í liði Úrúgvæa sem lenti í öðru sæti á HM U-20 ára liða í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×