Körfubolti

Frakkland fékk bronsið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Frakkland marði sigur
Frakkland marði sigur vísir/afp
Frakkland lagði Litháen 95-93 í hörku spennandi leik um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í körfubolta á Spáni í dag.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Frakkland hafði þó frumkvæðið í byrjun og var 22-19 yfir eftir fyrsta leikhluta.

Litháen minnkaði muninn í eitt stig í hálfleik 43-42 en allt benti til þess að Litháen væri að slíta sig frá Frökkunum í þriðja leikhluta því liðið náði sjö stiga forystu 71 – 64 fyrir fjórða leikhluta..

Franska vörnin skellti í lás í fjórða leikhluta og náði liðið að komast yfir þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum og lét liðið forystuna ekki af hendi og tryggði sér bronsið þó Litháen hafi sótt hart að franska liðinu undir lokin.

Nicolas Batum átti frábæran leik fyrir Frakkland. Hann skoraði 27 stig og hitti mjög vel í leiknum. Boris Diaw skoraði 15 stig og var öflugur á lokasprettinum. Joffrey Lauvergne og Thomas Heurtel skoruðu 13 stig hvor.

Jonas Valanciunas skoraði 25 stig fyrir Litháen, Adas Juskevicius 14 og Renaldas Seibutis 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×