Fótbolti

Garðar ekki meira með Stjörnunni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Garðar í leik gegn FH
Garðar í leik gegn FH Mynd/valli
Garðar Jóhannsson leikur ekki meira með Pepsí deildarliði Stjörnunnar í fótbolta í sumar. Garðar er með rifinn liðþófa en hann hefur átt við meiðsli að stríða meira og minna í allt sumar.

Garðar hefur ekki náð að beita sér sem skildi á tímabilinu vegna meiðsla og nú í morgun staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við íþróttadeild að Garðar sé með slitinn liðþófa.

Garðar er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan missir út tímabilið á skömmum tíma en áður höfðu Michael Præst og Jóhann Laxdal meiðst.

Þetta er mikið áfall fyrir Stjörnunna sem er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH.

Pepsí deildin fer af stað á nýjan leik á morgun eftir landsleikjahlé og er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport annað kvöld klukkan 19:45. Umferðin verður svo gerð upp með Pepsí mörkunum strax að leiknum loknum eða klukkan 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×