Ráðherra talar tungum tveim Egill Þór Jónsson skrifar 9. október 2014 07:00 Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar