Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. október 2014 18:52 Vilhjálmur segir frjálsa áfengissölu ekki vera lýðheilsumál. Vísir/Anton Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira