Körfubolti

40 íslensk stig í fyrsta sigri Drekanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn og Hlynur.
Jakob Örn og Hlynur. Vísir/Valli
Tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni byrjaði vel fyrir Íslendingaliðið Sundsvall Dragons sem vann Jämtland Basket á útivelli, 75-68. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá drekunum og voru þeir allir á skýrslu í kvöld.

Jämtland byrjaði betur í kvöld og leiddi allt fram í fjórða leikhluta en Sundsvall tók forystuna með þriggja stigu körfu Jakobs Arnar Sigurðssonar þegar tæpar sex mínútur voru eftir af leiknum. Drekarnir létu hana aldrei af hendi eftir það.

Jakob var stigahæstur í liði Sundsvall með átján stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði tólf. Hlynur Bæringsson var með tvöfalda tvennu eins og svo oft áður - tíu stig og fjórtán fráköst. Ragnar Nathanaelsson kom ekki við sögu í leiknum.

Haukur Helgi Pálsson var svo í eldlínunni með LF Basket sem vann öruggan sigur á Umeå, 92-63. Haukur Helgi skoraði ellefu stig og gaf sjö stoðsendingar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×