Allt þetta á einum degi? Haraldur Guðmundsson skrifar 15. október 2014 07:30 Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun