Körfubolti

Fyrsta tapið á heimavelli hjá lærisveinum Craig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Pedersen er hér til hægri með Finni Stefánssyni.
Craig Pedersen er hér til hægri með Finni Stefánssyni. Vísir/Andri Marinó
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta og þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Svendborg Rabbits, þurfti að horfa upp á sína menn tapa fyrsta heimaleik tímabilsins í kvöld.

Svendborg Rabbits steinlá þá með 22 stiga mun á móti sterku liði Horsens IC, 91-69. Horsens IC er í 2. til 3. sæti við hlið Úlfahjarðarinnar frá Kaupmannahöfn en Kanínurnar hans Pedersen eru síðan í fimmta sætinu.

Svendborg Rabbits liðið var fyrir leikinn búið að vinna þrjá fyrstu heimaleiki sína á tímabilinu og ekkert lið var heldur búið að fá eins fá stig á sig að meðaltali á heimavelli.

Kanínurnar misstu gestina frá sér í öðrum leikhlutanum sem Horsens-liðið vann 24-9 og náði með því sautján stiga forskoti í hálfleik, 46-29. Horsens vann líka þriðja og fjórða leikhlutann og sigurinn var því mjög öruggur.

Craig Pedersen þjálfar lið Svendborg Rabbits og aðstoðarmaður hans er Íslendingurinn Arnar Guðjónsson sem var einnig í þjálfarateymi karlalandsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×