Körfubolti

Axel gerði sitt en það var ekki nóg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason þakkar Bosníumanni fyrir leikinn í haust.
Axel Kárason þakkar Bosníumanni fyrir leikinn í haust. Vísir/Anton
Axel Kárason skoraði sextán stig fyrir Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki á Úlfahjörðinni frá Kaupmannahöfn.

Copenhagen Wolfpack liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir 84-73 sigur á Værlöse BBK í Söndersöhallen í kvöld. Ryan Devon White skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum.

Axel var efstur í framlagi hjá sínu liði og næststigahæstur en auk stigann sextán var hann með 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Axel hitti úr 7 af 12 skotum sínum í leiknum.

Værlöse BBK liðið er í 8. sæti (af 10 liðum) en liðið hefur reyndar tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×