Körfubolti

LeBron enn og aftur með stórleik | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
LeBron James var enn og aftur í stuði í nótt þegar Cleveland vann Atlanta með rúmlega 30 stiga mun á útivelli í gær. Fimm leik skoruðu 30 stig eða meira.

LeBron James skoraði 32 stig á þeim tæpum 29 mínútum sem hann spilaði og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Sigurinn var afar öruggur hjá Cleveland sem vann einnig Boston nóttina áður.

Chicago Bulls beið lægri hlut gegn Indiana Pacers, en Chicago-menn léku án Derrick Rose. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Bulls, en A. J Price, Luis Scola og Solomon Hill skoruðu allir 21 stig fyrri Indiana.

Monte Ellis hitti vel í sigri Dallas á Minnesota, en Ellis skoraði að endingu 30 stig í mikum stigaleik. Lokatölur urðu 131-117 Dallas í vil. Kevin Martin var stigahæstur hjá Minnesota með 34 stig.

Chris Paul skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar í sigri Los Angeles clippers á Phoenix Suns í nótt, 120-107.

Öll helstu myndbönd næturinnar og úrslitin má sjá hér að neðan, en einnig má sjá þegar stuðningsmaður Dallas tók sig til og hitti hálfleikskotinu niður. Maðurinn fær 70 tommu sjónvarp í verðlaun frá Starpower.

Öll úrslit næturinnar:

Orlando - Washington 93-98

Detroit - Memphis 88-95

Charlotte - Golden State 87-112

Atlanta - Cleveland 94-127

Minnesota - Dallas 117-131

Phoenix Suns - Los Angeles Clippers 107-120

Utah - Toronto 93-111

Brooklyn Nets - Portland 87-97

Indiana - Chicago 99-90

San Antonio Spurs - Sacramento 91-94

Hálfleiks-skotið fór niður: Rosalega blokk í boði LeBron: Þriggja stiga veisla hjá Cleveland: Monte Ellis fór í 30 stigin: Rosaleg karfa í boði Terrence Ross:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×