Finnur Ólafsson er genginn í raðir Víkings, en Finnur lék með Fylki á síðustu leiktíð. Víkingur heldur því áfram að styrkja sig fyrir átökin á næstu leiktíð.
Finnur semur við Víking til þriggja ára, en hann losnaði frá Fylki á dögunum. Finnur hefur spilað í meistaraflokki frá 2003 og spilað 190 leiki fyrir Fylki, ÍBV og HK.
Víkingur leikur í Evrópukeppni á næstu leiktíð, en liðið hefur fengið meðal annars Atla Fannar Jónsson, Hallgrím Mar Steingrímsson og Hauk Baldvinsson.
Finnur í Víking
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn





„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

