Fótbolti

Real Madrid setti nýtt met - 16 sigurleikir í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Real Madrid hafa haft ástæðu til að fagna að undanförnu.
Leikmenn Real Madrid hafa haft ástæðu til að fagna að undanförnu. vísir/afp
Real Madrid hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og í gær setti liðið nýtt met þegar það lagði Málaga að velli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þetta var 16. sigur Madrídinga í röð í öllum keppnum en liðið hefur aldrei unnið jafn marga leiki í röð í 112 ára langri sögu félagsins.

Real Madrid tapaði síðast fyrir erkifjendunum í Atletico Madrid 13. september. Síðan þá hefur liðið unnið alla 16 leiki sína, skorað 59 mörk og aðeins fengið á sig níu.

Tíu af þessum 16 sigrum komu í spænsku deildinni, fimm í Meistaradeild Evrópu og einn í spænska konungsbikarnum.

Real Madrid er sem stendur með fimm stiga forystu á Barcelona á toppi spænsku deildarinnar, en Börsungar geta minnkað forskotið niður í tvö stig með sigri á Valencia í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×