Utanríkisráðuneytið með pyndingarskýrsluna til skoðunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:41 Sigmundur Davíð segir málið vera til skoðunar í ráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Vísir/Daníel Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur. Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01