Körfubolti

Bestir í Brooklyn: Svokallað jarðskjálftatroð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svali í Madison Square Garden
Svali í Madison Square Garden mynd/skjáskot
Körfuboltakapparnir og vinirnir Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson, sem spila með liði LIU-háskólans í Brooklyn, verða til umfjöllunar í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport á jóladag.

Svali Björgvinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sport, heimsótti strákana og sá þá m.a. spila í Madison Square Garden, þeirri sögufrægu byggingu.

"Madison Square Garden er þannig staður að allir vilja spila þar, hvort sem það er á hljóðfæri eða íþróttir," segir Svali í innslaginu sem má sjá hér að neðan, en þar rifjar hann m.a. upp fræga troðslu Johns Starks, leikmanns New York Knicks, gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA 1993.

Þátturinn hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttir

Elvar með flottan leik í fyrsta sigri LIU Brooklyn

Elvar Már Friðriksson átti mjög flottan leik í nótt þegar lið hans og Martins Hermannssonar, LIU Brooklyn, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum.

Martin og Elvar gætu misst af EM í körfubolta

Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson, tveir af efnilegustu körfuboltamönnum landsins, eru á sínu fyrsta ári með LIU Brooklyn háskólanum en þeir gætu þurft að taka stóra ákvörðun næsta haust.

Naumt tap hjá Elvari og Martin

LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við fimmta tapið í jafn mörgum leikjum í bandaríska háskóla körfuboltanum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lehigh Mountain Hawks 80-76.

Elvar valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni

Elvar Már Friðriksson er búinn að vinna sín fyrstu einstaklingsverðlaun með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann var kosinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni (Northeast Conference).

Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post

Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post.

Martin skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn í nótt - 34 íslensk stig

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá LIU Brooklyn í nótt þegar liðið fagnaði sínum fjórða sigri í röð nú eftir 73-72 sigur á New Hampshire í framlengdum leik. Það var hinsvegar Martin Hermannsson sem skoraði sigurkörfuna.

Martin enn ískaldur og LIU Brooklyn tapaði fjórða leiknum í röð

LIU Brooklyn, lið þeirra Elvars Más Friðrikssonar og Martins Hermannssonar, er enn án sigurs í bandaríska háskólaboltanum en liðið tapaði með 14 stigum á móti Temple í gær, 54-70. LIU Brooklyn hefur þar með tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum með Elvar og Martin innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×