Körfubolti

Bestir í Brooklyn: Enn að síast inn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Körfuboltakapparnir Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson, sem slegið hafa í gegn með LIU-háskólanum í Brooklyn, verða til umfjöllunar í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport á jóladag.

Svali Björgvinsson heimsótti strákana en hér fyrir neðan má sjá stutt brot út þættinum sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á jóladag klukkan 18.30.

„Þetta er enn að síast inn - að maður búi á þessum stað. Þetta er ekki Hagamelurinn hérna fyrir aftan okkur,“ segir Martin í myndskeiðinu.


Tengdar fréttir

Elvar með flottan leik í fyrsta sigri LIU Brooklyn

Elvar Már Friðriksson átti mjög flottan leik í nótt þegar lið hans og Martins Hermannssonar, LIU Brooklyn, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum.

Elvar valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni

Elvar Már Friðriksson er búinn að vinna sín fyrstu einstaklingsverðlaun með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann var kosinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni (Northeast Conference).

Martin skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn í nótt - 34 íslensk stig

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá LIU Brooklyn í nótt þegar liðið fagnaði sínum fjórða sigri í röð nú eftir 73-72 sigur á New Hampshire í framlengdum leik. Það var hinsvegar Martin Hermannsson sem skoraði sigurkörfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×