Fótbolti

Ronaldo afhjúpaði styttu af sjálfum sér | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo er alvöru maður.
Ronaldo er alvöru maður. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims, sneri í heimabæ sinn Funchal í dag til að afhjúpa styttu af sjálfum sér. Styttan er 3,4 metrar á hæð.

Styttan er hluti af safni Ronaldo í Madeira, en þar má meðal annars finna verðlaun frá honum til að mynda Ballon D'Or sem hann hefur unnið tvisvar; árið 2008 og 2013, en verðlaunin eru veitt fyrir besta leikmann heims hvert ár.

„Þetta er mjög sérstök tilfinning, að það sé stytta af mér," sagði Ronaldo þegar styttan var afhjúpuð.

Ronaldo, sem var í liði Real á laugardag sem varð heimsmeistari félagsliða, hefur skorað 34 mörk í 27 leikjum fyrir Real og Portúgal.

„Ronaldo mun aldrei gleyma hvar hann ólst upp," sagði Dolores Aveiro, móðir Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×