Körfubolti

Frábær sigur hjá Jóni Arnóri og félögum gegn Real Madrid

Jón Arnór í leik með landsliðinu.
Jón Arnór í leik með landsliðinu. vísir/daníel
Lið Jóns Arnórs Stefánssonar, Unicaja Malaga, lenti í svakalegum leik gegn Real Madrid í kvöld í toppslag spænsku deildarinnar.

Real skrefi á undan næstum allan leikinn en náði aldrei að hrista heimamenn í Malaga af sér. Gríðarlega spenna var allan leikinn og ekki síst í lokin. Þá náði Unicaja að jafna leikinn, 77-77, og tryggja sér framlengingu.

Í framlengingunni byrjaði Unicaja með látum og komst í 87-81. Real steig þá aftur á bensínið og jafnaði, 87-87.

Lokamínúturnar voru þó eign Unicaja sem vann afar sætan sigur, 99-92. Unicaja heldur því toppsæti deildarinnar og er nú komið með þriggja stiga forskot. Liðin sem voru stigi á eftir Unicaja - Real, Barcelona og FIATC Joventut - töpuðu öll í kvöld.

Jón Arnór spilaði aðeins rúmar fjórar mínútur í þessum leik og náði ekki að komast á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×