Rjóma-ránið mikla Þórólfur Matthíasson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar