Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun