Þegar ég fór í greiðslumat Agnes Ósk Valdimarsdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun