Aðildarviðræður og náttúruverndarhagsmunir Árni Finnsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar