Aðildarviðræður og náttúruverndarhagsmunir Árni Finnsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður bregst hér við áskorun Jóns Bjarnasonar, f.v. sjávarútvegsráðherra, um að þeir sem þegið hafi boðsferðir til Brussel geri hreint fyrir sínum dyrum. Ásamt fulltrúum þrennra annarra félagasamtaka þáði ég boðsferð til Brussel haustið 2009 til að kynnast starfi og stefnu ESB í umhverfismálum. Viðurkennist hér með að ég tók við rúmlega 300 evrum í umslagi sem á gengi dagsins eru u.þ.b. 50 þúsund krónur, auk þess sem þriggja stjörnu hótel og flugferð var greidd af framkvæmdastjórn stækkunardeildar sambandsins. Á hinn bóginn eru dylgjur Jóns Bjarnasonar þess efnisv að þeir sem þegið hafa boðsferðir til Brussel láti slík ferðalög ráða afstöðu sinni til hvort slíta skuli aðildarviðræðum eða ekki, fáránlegar. Við fengum að kynnast umhverfislöggjöf Evrópusambandsins, hvernig hún hefur þróast og hver markmið hennar séu. Erindi sem Tony Long, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WWF, flutti um hvernig frjáls félagasamtök geta haft áhrif á löggjöf og stefnu Evrópusambandsins var einkar áhugavert. Aðildarviðræður hafa þegar knúið stjórnvöld hér heima til að breyta vinnubrögðum sínum í samskiptum við frjáls félagasamtök.Hagsmunir hvalveiða Ennfremur skal viðurkennt að undirritaður hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna rýniskýrslu um stöðu umhverfismála hér á landi enda kom á daginn að Ísland verður að styrkja náttúruverndarlöggjöfina umtalsvert til að geta aðlagast umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf ESB. Af lestri skýrslna Alþjóðamálastofnunar HÍ og Hagfræðistofnunar HÍ má ráða að hvalveiðar verði seint hluti af aðlögun að Evrópusambandinu. Við framhald viðræðna verða því stjórnvöld að „…meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins.“ Þar sem tekið verði „…mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar, t.a.m. hvalaskoðun,“ svo vitnað sé til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á bloggsíðu hans sl. mánudag. Ísland á aðild að loftslagsstefnu ESB, tekur þar með á sig skuldbindingar ásamt 28 aðildarríkjum ESB í samræmi við KyotoII sem samþykkt var í Doha 2012. Á hinn bóginn, öfugt við félaga okkar í Brussel, hafa íslensk náttúruverndarsamtök nær enga aðkomu að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi. M.ö.o. aðildarviðræður fela í sér umtalsverða hagsmuni fyrir þá sem vinna að umhverfisvernd hér á landi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar