Vegna þingsályktunartillögu um mænuskaða Auður Guðjónsdóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar