Leigufélag höfuðborgarsvæðisins Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. maí 2014 00:00 Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun