Hver ber ábyrgð á Orkuveitu Reykjavíkur? S. Björn Blöndal skrifar 5. maí 2014 00:00 Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun