Tilboð um heilbrigða samkeppni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2014 06:00 Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun