Lágpunkturinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2014 06:00 Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun