Andstaða á röngum forsendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Umtalsverð andstaða er við áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu, í þá átt að einfalda það, samræma skattþrepin í áföngum og fækka undanþágum. Að einhverju leyti virðist þessi andstaða byggð á misskilningi eða röngum forsendum. Þannig leggjast bæði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, gegn breytingunni í samtölum við Fréttablaðið í gær á þeirri forsendu að hækkun skatts á matvæli muni koma illa niður á láglaunafólki. Það liggja hins vegar fyrir áreiðanleg gögn úr neyzlukönnunum Hagstofunnar, sem sýna að það er sáralítill munur á því hlutfalli neyzluútgjalda sinna sem fólkið í neðsta fjórðungi tekjustigans ver í vörur í lægra skattþrepinu og á því sem hinir tekjuhærri eyða í slíkar vörur og þjónustu. Hækkun á neðra þrepinu kemur því ekki að ráði verr við þá sem hafa lægri laun en aðra. Samtök atvinnulífsins bentu á það í gær að ef miðað væri við að virðisaukaskattur á þessum vörum yrði hækkaður í 11 prósent samsvaraði núverandi skattþrep, sem er sjö prósent, 5,3 milljörðum króna. Um 60 prósent þeirrar fjárhæðar renna hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi, sem er augljóslega óskynsamleg leið til að hjálpa þeim sem hafa lægstu launin. Það er miklu ódýrari tekjujöfnunarleið að hjálpa láglaunafjölskyldum með hærri barna- eða vaxtabótum. Það er hluti af áformum fjármálaráðherrans. Auk þess er áformað að lækka efra þrep virðisaukaskattsins, sem langstærstur hluti vöru og þjónustu er í, og afleggja vörugjöld þannig að á heildina litið muni breytingarnar ekki skerða kaupmátt. Það er sömuleiðis full ástæða til að fækka undanþágum í kerfinu varðandi aðra vöru en matvöru. Karl Garðarsson bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að það sé tímabært að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að færa hótel- og gistiþjónustu í hærra skattþrep. Fyrir þeirri hækkun eru nefnilega málefnaleg rök. Ástæðan fyrir því að hún var misráðin á sínum tíma var að atvinnugreininni var ekki gefinn tími til að bregðast við henni. Bækur og tónlist eru í lægra þrepi virðisaukaskatts eins og matvara. Hagsmunaaðilar í bókaútgáfu telja að nú sé einmitt tíminn til að afnema virðisaukaskattinn af bókum með öllu, en þangað til fyrir sjö árum báru bækur fullan virðisaukaskatt. Skattaafslátturinn sem þá var veittur var meðal annars hugsaður til að ýta undir blómlega útgáfu íslenzkrar tónlistar og bóka, en aftur má spyrja: Er skattaafsláttur, sem nær þá til allra bóka og geisladiska, líka erlendra, skilvirk leið til slíks? Er ekki nær að nýta hluta teknanna sem koma inn af samræmingu skattþrepanna í sjóði til að styrkja þessar listgreinar? Það er hagkvæmara að styrkja lágtekjufólk og listgreinar með beinum framlögum en að flækja skattkerfið til að ná fram fremur óljósum markmiðum. Meðal annars á þeim forsendum þarf að ræða hugmyndir fjármálaráðherra.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun