Mamma och pappa kann flytta men jag blir kvar Eyjólfur Þorkelsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar