Kennitöluflakk er þjóðaríþrótt íslendinga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. september 2014 07:00 Þingmenn ræddu kennitöluflakk á Alþingi í gær. Fréttablaðið/Stefán „Kennitöluflakk hefur verið þjóðaríþrótt íslendinga í langan tíma, að stofna fyrirtæki, taka út úr þeim eignir, setja í þrot og skilja eftir sviðna jörð,“ sagði Karl Garðarsson, Framsóknarflokki, í sérstakri umræðu um kennitöluflakk á Alþingi. Unnur Brá Konráðsdóttir var málshefjandi. Hún sagði að kennitöluflakk kostaði lánveitendur, ríkissjóð og skattgreiðendur háar fjárhæðir á hverju ári og spurði hún Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvernig miðaði að kortleggja vandann og til hvaða aðgerða hafi verið gripið. Ráðherra svaraði og sagði að það sem gerði málið snúið væri að það væri ekkert til sem héti kennitöluflakk samkvæmt lögum. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota en það er saknæmt að misnota það úrræði, sem er það sem við viljum koma í veg fyrir,“ sagði Ragnheiður Elín. Jafnframt greindi ráðherra frá því að starfshópur væri að reyna að kortleggja vandann. Vandi hans væri að afla upplýsinga, þær lægju ekki á lausu. Ráðherra spurði hvort þingmenn vildu setja í lög ákvæði sem kvæðu á um tímabundið atvinnurekstrarbann í einhvern tíma fyrir þá sem hafa orðið gjaldþrota. Önnur leið væri að hækka lágmarkshlutafé hlutafélaga. Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Kennitöluflakk hefur verið þjóðaríþrótt íslendinga í langan tíma, að stofna fyrirtæki, taka út úr þeim eignir, setja í þrot og skilja eftir sviðna jörð,“ sagði Karl Garðarsson, Framsóknarflokki, í sérstakri umræðu um kennitöluflakk á Alþingi. Unnur Brá Konráðsdóttir var málshefjandi. Hún sagði að kennitöluflakk kostaði lánveitendur, ríkissjóð og skattgreiðendur háar fjárhæðir á hverju ári og spurði hún Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvernig miðaði að kortleggja vandann og til hvaða aðgerða hafi verið gripið. Ráðherra svaraði og sagði að það sem gerði málið snúið væri að það væri ekkert til sem héti kennitöluflakk samkvæmt lögum. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota en það er saknæmt að misnota það úrræði, sem er það sem við viljum koma í veg fyrir,“ sagði Ragnheiður Elín. Jafnframt greindi ráðherra frá því að starfshópur væri að reyna að kortleggja vandann. Vandi hans væri að afla upplýsinga, þær lægju ekki á lausu. Ráðherra spurði hvort þingmenn vildu setja í lög ákvæði sem kvæðu á um tímabundið atvinnurekstrarbann í einhvern tíma fyrir þá sem hafa orðið gjaldþrota. Önnur leið væri að hækka lágmarkshlutafé hlutafélaga.
Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira