Milliríkjasamvinna og sjálfsmörk Einar Benediktsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Olíuleit á Drekasvæði Utanríkismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er?
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun