Sala á Scholz gæti skilað Stjörnunni tugum milljóna í janúar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 08:30 Alexander Scholz skilaði góðu starfi fyrir Stjörnuna og Garðbæingar halda áfram að græða á gæðum hans. Vísir/Getty Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira