Verknám mikilvægur þáttur í betrun Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf. Eins og kom fram í viðtali við Ingis Ingason, kennslustjóra á Litla-Hrauni, er hvort sem er til lítils að vera með námsráðgjafa ef of litlu fé er varið til kennslu í fangelsum. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með starfsnám í huga, líkt og gert er á Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að fangelsisyfirvöld semji við skólastofnanir um að þjónusta fangelsin, með sambærilegum hætti og Fjölbrautaskóli Suðurlands þjónustar fangelsin tvö á Suðurlandi. Umboðsmaður Alþingis benti á í drögum að nýlegri skýrslu sinni um Litla-Hraun að enn skorti þó á slíkar lausnir varðandi háskólanám, en að fyrirhugaður væri fundur milli fangelsisyfirvalda og menntamálaráðherra um lausn. Bendir umboðsmaður á í skýrsludrögum sínum að nám geti verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu fanga. Um tíma leit út fyrir að íslensk yfirvöld ætluðu sér að vera í fararbroddi á sviði betrunar með áherslu á uppbyggingu námsframboðs í fangelsum landsins. En forskotið sem Íslendingar höfðu um stund er löngu horfið, segir kennslustjórinn sem hefur séð um kennslu á Litla-Hrauni áratugum saman. „Við erum ekki lengur fremst í flokki,“ segir hann og bendir jafnframt á að yfirvöld í öðrum löndum séu fyrir nokkru búin að átta sig á hagkvæmni þess að nota nám sem betrun.Fangar þakklátir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var líka í viðtali við Fréttablaðið. Hún sinnir föngum á Kvíabryggju í sjálfboðavinnu, á leiðinni heim eftir vinnu. Það eru fleiri dæmi um slíka góðvild í garð þess mikilvæga starfs sem nám í fangelsum svo sannanlega er. Fyrir það eru margir þakklátir enda hefur það hjálpað mörgum að takast á við lífið eftir afplánun í fangelsi. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem rannsakað hefur nám í fangelsum, sagði svo í viðtali við blaðið að við hreinlega stæðumst ekki kröfur alþjóðasamfélagsins, sem við hefðum skuldbundið okkur til. Undir þetta tekur Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni. Það verður ekki mikið sterkara að orði kveðið, og full ástæða til að taka heilshugar undir með þeim sem hafa tjáð sig með svo afgerandi hætti í viðtölum við blaðamann Fréttablaðsins. Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi. Á fundi stjórnar Afstöðu með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á Litla-Hrauni í sumar var lagður grunnur að slíku samtali. Það sem meira er, það virtist sem samhljómur væri hjá stjórnmálamönnunum um mikilvægi þess að þeir mótuðu sjálfir stefnu í málaflokknum. Umfjöllun Fréttablaðsins að undanförnu um mikilvægi náms sem lið í að fækka endurkomum í íslensk fangelsi væri gott innlegg í slíka stefnumótun.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun