Skiptumst á skoðunum frekar en skotum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. desember 2014 10:15 Þetta var ár sundurlyndisins, ár ósáttfýsinnar, ár haltukjafti-stefnunnar, jafnvel enn frekar en endranær hjá þessari þrasgjörnu þjóð, með þeim afleiðingum að þeir sem völdin hafa telja sig hafa rétt til að láta kné fylgja kviði gagnvart hinum sem völdin hafa misst, fremur en að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið. Ríkisútvarpinu, sameign landsmanna, er beðið griða: gott og vel, rústum því. Við vorum kosin, við ráðum, haltu kjafti.Sundurlyndisfjandinn Sundurlyndisfjandinn fer á milli og kveikir fúlar hneigðir. Hann fyllir huga fólks af strámönnum og hvetur til atlögu við þá. Á óvissutímum reynir fólk að að upplifa sérleika sinn. Finna sig í andstæðunni við strámanninn sem vakinn er upp í sinni þess af pólförum umræðunnar; spegla sig í þeim andstæðingi sem athygli beinist að hverju sinni: ég er ekki þú og haltu kjafti. Við þurfum að fara að horfast í augu. Við eigum að deila af fjöri og innlifun og skoðanagleði þess sem leyft hefur nýjum hugmyndum að vakna innra með sér og lýsa upp hugskotið. Öllum samfélögum er mikilvægt að spenna ríki milli hópa og að tekist sé á um grundvallaratriði og hugmyndafræði. Við eigum að vera ólík og gangast upp í sérkennum okkar, metast hæfilega. Við eigum að vera stolt af því sem gerir okkur að þeim sem við erum. Það eru bara hroðaleg alræðisríki þar sem fólki er gert að draga dám hvert af öðru og aðhyllast í orði kveðnu sömu hugmyndirnar. En það er munur á því að takast hressilega á um hugmyndir, og svo hinu að vera alltaf að jagast þetta og garga ókvæðisorð hvert á annað. Við þurfum að læra að skiptast á skoðunum. Það er gert með því að tala og hlusta til skiptis: Gjörðu svo vel, hér er mín skoðun, hún er svona, þú mátt skoða hana – má ég sjá þína? Við eigum að vera stolt en ekki of viss. Við eigum að horfast í augu við eigin minnimáttarkennd og draga úr henni eftir föngum en við þurfum samt að vera full efasemda – daglega. Aldrei má ganga út frá einhverjum hugmyndum sem gefnum; við eigum ekki að lifa á forsendum neikvæðninnar en ekki heldur hinnar innihaldslausu jákvæðni – heldur hinnar spurulu jákvæðni, forvitni, vongleði. Við eigum að vera endurskoðunarsinnar eins og bestu sósíalistar 20. aldarinnar voru einatt. En þá verðum við líka að setja spurningamerki af og til við allt það sem við sjálf höfum haft fyrir satt; hugsa allt upp á nýtt í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir því sem kann að riðla hugmyndakerfinu, í stað þess að þétta hugmyndaraðirnar svo að úr verða óhreyfanlegar hugmyndaklessur. Og við eigum að reyna að setja fram hugmyndir okkar og hugsjónir af lítillæti og auðmýkt hinnar leitandi sálar fremur en yfirlæti stórbokkans. Og umfram allt er mikilsverður og vanmetinn eiginleiki að reyna að setja sig inn í þankagang annarra, og einkum þeirra sem maður er ósammála, því að yfirleitt er ósköp lítið skemmtilegt að sitja eins og Doddi og kinka í sífellu kolli framan í fólk sem segir manni það sem manni finnst sjálfum.Hið vanvirka þjóðarheimili Að vera partur af íslensku þjóðfélagi er stundum eins og að vera í vanvirkri fjölskyldu. Það er alltaf verið að æpa milli herbergja á þjóðarheimilinu. Sumir hafa ekki talast við í tíu ár. Aðrir láta gagnkvæmar ásakanir ganga á víxl, misjafnlega fráleitar en yfirmáta þreytandi. Enn aðrir fara fram með ógnarfrekju, heimta og heimta. Það er rifist um hegðun og gerðir og framgöngu en aldrei rökrætt um hugmyndir. Það er ögrað og og það er strítt. Reynt er að særa og svo beðið skríkjandi eftir fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Þeim er hampað á netmiðlunum sem komið hafa sér upp færni í þess háttar tilburðum: kunna sitt einelti og hárfínu ertni og kunna svo að glotta inn í hópinn sinn og efla samkenndina þar með áreitni við „hina“. Í hverra þágu starfar Sundurlyndisfjandinn? Hverjum er það í hag að samfélagið logi dag eftir dag út af þaulræktuðum ágreiningsefnum sem aldrei verða til lykta leidd og fólk talist ekki við en skiptist á gagnkvæmum skætingi? Það eru öfl sérhyggjunnar, sem ranglega hefur verið nefnd frjálshyggja á seinni árum, þó að hún eigi lítið skylt við frelsið. Það eru þau öfl sem róa að því öllum árum að hér verði fest í sessi hólfaskipt og stéttskipt samfélag sem einkennist af gagnkvæmu skilningsleysi, hatri, sundurlyndi, ranglæti og misskiptingu gæða sem allir eiga að njóta góðs af sameiginlega. Og við sýnum pavlovísk viðbrögð þegar hent er til okkar ágreiningsefnum úr þessum ranni. Þau ráða umræðunni sem yst standa á hverjum pól hvæsandi – pólfarar umræðunnar. Við búum við stöðugar pólfarir hugmyndanna þótt miklu skemmtilegra væri að leyfa hugmyndunum að stunda bólfarir; kynnast og hafa mök hver við aðra með óvæntri útkomu og gagnkvæmri nautn. Það gerist ef við hættum að garga en förum að skiptast á skoðunum frekar en skotum. Óskandi væri að við reyndum á komandi ári, þessar hræður sem hér búum, að kynnast svolítið betur hvert öðru, tala saman, skiptast á skoðunum og vera betri hvert við annað. Gleðilegt ár, kæru landar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var ár sundurlyndisins, ár ósáttfýsinnar, ár haltukjafti-stefnunnar, jafnvel enn frekar en endranær hjá þessari þrasgjörnu þjóð, með þeim afleiðingum að þeir sem völdin hafa telja sig hafa rétt til að láta kné fylgja kviði gagnvart hinum sem völdin hafa misst, fremur en að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið. Ríkisútvarpinu, sameign landsmanna, er beðið griða: gott og vel, rústum því. Við vorum kosin, við ráðum, haltu kjafti.Sundurlyndisfjandinn Sundurlyndisfjandinn fer á milli og kveikir fúlar hneigðir. Hann fyllir huga fólks af strámönnum og hvetur til atlögu við þá. Á óvissutímum reynir fólk að að upplifa sérleika sinn. Finna sig í andstæðunni við strámanninn sem vakinn er upp í sinni þess af pólförum umræðunnar; spegla sig í þeim andstæðingi sem athygli beinist að hverju sinni: ég er ekki þú og haltu kjafti. Við þurfum að fara að horfast í augu. Við eigum að deila af fjöri og innlifun og skoðanagleði þess sem leyft hefur nýjum hugmyndum að vakna innra með sér og lýsa upp hugskotið. Öllum samfélögum er mikilvægt að spenna ríki milli hópa og að tekist sé á um grundvallaratriði og hugmyndafræði. Við eigum að vera ólík og gangast upp í sérkennum okkar, metast hæfilega. Við eigum að vera stolt af því sem gerir okkur að þeim sem við erum. Það eru bara hroðaleg alræðisríki þar sem fólki er gert að draga dám hvert af öðru og aðhyllast í orði kveðnu sömu hugmyndirnar. En það er munur á því að takast hressilega á um hugmyndir, og svo hinu að vera alltaf að jagast þetta og garga ókvæðisorð hvert á annað. Við þurfum að læra að skiptast á skoðunum. Það er gert með því að tala og hlusta til skiptis: Gjörðu svo vel, hér er mín skoðun, hún er svona, þú mátt skoða hana – má ég sjá þína? Við eigum að vera stolt en ekki of viss. Við eigum að horfast í augu við eigin minnimáttarkennd og draga úr henni eftir föngum en við þurfum samt að vera full efasemda – daglega. Aldrei má ganga út frá einhverjum hugmyndum sem gefnum; við eigum ekki að lifa á forsendum neikvæðninnar en ekki heldur hinnar innihaldslausu jákvæðni – heldur hinnar spurulu jákvæðni, forvitni, vongleði. Við eigum að vera endurskoðunarsinnar eins og bestu sósíalistar 20. aldarinnar voru einatt. En þá verðum við líka að setja spurningamerki af og til við allt það sem við sjálf höfum haft fyrir satt; hugsa allt upp á nýtt í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir því sem kann að riðla hugmyndakerfinu, í stað þess að þétta hugmyndaraðirnar svo að úr verða óhreyfanlegar hugmyndaklessur. Og við eigum að reyna að setja fram hugmyndir okkar og hugsjónir af lítillæti og auðmýkt hinnar leitandi sálar fremur en yfirlæti stórbokkans. Og umfram allt er mikilsverður og vanmetinn eiginleiki að reyna að setja sig inn í þankagang annarra, og einkum þeirra sem maður er ósammála, því að yfirleitt er ósköp lítið skemmtilegt að sitja eins og Doddi og kinka í sífellu kolli framan í fólk sem segir manni það sem manni finnst sjálfum.Hið vanvirka þjóðarheimili Að vera partur af íslensku þjóðfélagi er stundum eins og að vera í vanvirkri fjölskyldu. Það er alltaf verið að æpa milli herbergja á þjóðarheimilinu. Sumir hafa ekki talast við í tíu ár. Aðrir láta gagnkvæmar ásakanir ganga á víxl, misjafnlega fráleitar en yfirmáta þreytandi. Enn aðrir fara fram með ógnarfrekju, heimta og heimta. Það er rifist um hegðun og gerðir og framgöngu en aldrei rökrætt um hugmyndir. Það er ögrað og og það er strítt. Reynt er að særa og svo beðið skríkjandi eftir fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Þeim er hampað á netmiðlunum sem komið hafa sér upp færni í þess háttar tilburðum: kunna sitt einelti og hárfínu ertni og kunna svo að glotta inn í hópinn sinn og efla samkenndina þar með áreitni við „hina“. Í hverra þágu starfar Sundurlyndisfjandinn? Hverjum er það í hag að samfélagið logi dag eftir dag út af þaulræktuðum ágreiningsefnum sem aldrei verða til lykta leidd og fólk talist ekki við en skiptist á gagnkvæmum skætingi? Það eru öfl sérhyggjunnar, sem ranglega hefur verið nefnd frjálshyggja á seinni árum, þó að hún eigi lítið skylt við frelsið. Það eru þau öfl sem róa að því öllum árum að hér verði fest í sessi hólfaskipt og stéttskipt samfélag sem einkennist af gagnkvæmu skilningsleysi, hatri, sundurlyndi, ranglæti og misskiptingu gæða sem allir eiga að njóta góðs af sameiginlega. Og við sýnum pavlovísk viðbrögð þegar hent er til okkar ágreiningsefnum úr þessum ranni. Þau ráða umræðunni sem yst standa á hverjum pól hvæsandi – pólfarar umræðunnar. Við búum við stöðugar pólfarir hugmyndanna þótt miklu skemmtilegra væri að leyfa hugmyndunum að stunda bólfarir; kynnast og hafa mök hver við aðra með óvæntri útkomu og gagnkvæmri nautn. Það gerist ef við hættum að garga en förum að skiptast á skoðunum frekar en skotum. Óskandi væri að við reyndum á komandi ári, þessar hræður sem hér búum, að kynnast svolítið betur hvert öðru, tala saman, skiptast á skoðunum og vera betri hvert við annað. Gleðilegt ár, kæru landar!
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun