Að hindra framgang jarðýtunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun