„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2015 13:00 Ásmundur segist boðinn og búinn að funda með múslímum um starfsemi þeirra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við. Alþingi Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við.
Alþingi Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum