Sigmundur kannast ekki við að vera með „spindoktora“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 16:22 Sigmundur sagðist vilja taka umræðu um aðstoðarmenn en kannaðist ekki við að þeir væru „spindoktora.“ Vísir/GVA „Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira