Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Laura Scheving Thorsteinsson Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“ Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent